top of page

Um Þorkelsstofu

Þorkelsstofa er stofnuð af fjölskyldu Þorkels Sigurbjörnssonar tónskálds, í  þeim tilgangi að varðveita verk hans og ævistarf og auðvelda aðgengi að verkum hans og heimildum um hann. ​

Í stjórn Þorkelsstofu eru:

Sigurbjörn Þorkelsson

Mist Þorkelsdóttir

Aðalheiður Magnúsdóttir

Forstöðumaður Þorkelsstofu er 

Valgerður G. Halldórsdóttir

hjá CRESCENDO menningarstjórnun sem heldur utan um starfsemi Þorkelsstofu.

vala@thorkelsstofa.is

+354 8200 999

Starfsemi

Yfirlit yfir verk Þorkels Sigurbjörnssonar

Þorkelsstofa heldur saman yfirliti yfir tónverk Þorkels Sigurbjörnssonar, skráir þau og gerir þau aðgengileg flytjendum, rannsakendum og öðrum áhugasömum með því að beina þeim á rétta staði.

2

Heimildir

Þorkelsstofa safnar heimildum um Þorkel Sigurbjörnsson, heldur skrá yfir og leiðbeinir hvar heimildir er að finna.

3

Skrif

Þorkelsstofa safnar skrifum, dagskrárefni og öðru sem Þorkell gaf út eða birti samhliða starfi sínu sem tónskáld.

4

Styrkveitingar

Að svo stöddu veitir Þorkelsstofa ekki styrki til tónleikahalds eða annarra verkefna. Aðstandendur tónlistarverkefna geta óskað eftir meðmælabréfi (letter of support) frá Þorkelsstofu vegna styrkumsókna að því gefnu að verk Þorkels Sigurbjörnssonar eða umfjöllun um hann sé umtalsverður hluti af dagskrá viðburðar, útgáfu eða annarrar umfjöllunar.

bottom of page